Ferðalandið í loftið
Heima er best var vinnuheiti á verkefninu og nú hefur Ferðalandið litið dagsins ljós
Lesa meira →
Framundan eru líklega erfiðustu tímar sem ferðaþjónustan á Íslandi hefur upplifað. Við bindum þó vonir um það að samkomubanni og mögulegu útgöngubanni verði aflétt á næstu mánuðum. Það er nokkuð ljóst að ferðalög erlendis verði í algeru lágmarki o.þ.l. algert hrun í komu ferðamanna til landsins. Erum við því líklega að horfa á eitt stærsta ferðasumar meðal Íslendinga innanlands.
Mikilvægast í framhaldinu eru að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og er gjafakortið sem kynnt var af ríkisstjórn er gott skref í rétta átt til að hvetja landsmenn til að nýta sumarið og ferðast innanlands, nýta sér þá fínu gististaði sem eru í boði sem og þá fjölbreyttu afþreyingu sem okkar fallega land hefur upp á að bjóða.
Okkar tilfinning er sú að fáir á Íslandi átti sig á þeirri fjölbreyttu þjónustu sem er í boði og eflaust margir sem hefðu gaman af því að fara í hvalaskoðun, snjósleðaferð, íshellaskoðun og jöklagöngur, hestaferðir o.s.frv. Við viljum hvetja Íslendinga og aðra sem búa á landinu að upplifa landið í allri sinni dýrð.
Við höfum lagt af stað í verkefni sem miðar að því að safna saman öllum ferðaþjónustuaðilum í miðlægt markaðstorg/bókunarsíðu þar sem eftirtalin markmið eru höfð að leiðarljósi
Vefurinn er markaðssettur til þeirra sem búa á Íslandi*
Engin þóknunargjöld verða tekin fyrir sölur í gegnum vefinn**
Ferðaþjónustuaðilar bjóða lægsta mögulega verð***.
* Innihald verður aðallega á íslensku en mögulega einnig á öðrum tungumálum
** Færslugjöld og umsjónarþóknun fara beint í gegnum birgja
*** Hvert fyrirtæki stjórnar sínum verðum og þeim afslætti sem verður í boði
Það kostar ekkert að taka þátt og er opið öllum fyrirtækjum í ferðaþjónustu.
Verkefnið er leitt af Getlocal ehf. en Getlocal er hugbúnaðarhús sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.
Síðastliðin ár hefur Getlocal verið að þróa vefsölukerfi sem í dag eru nýtt af ferðaþjónustufyrirtækjum í yfir 15 löndum og tengist beint við birgðakerfi (eins og Bókun). Hugbúnaður er tilbúinn til notkunar og teljum við okkur vera í þeirri stöðu að geta sett upp svona vef á skömmum tíma með litlum tilkostnaði.
Nánar um GetlocalFjöldi fyrirtækja hefur lýst yfir samstöðu og áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni.
Sjá fleiri fyrirtækiHeima er best var vinnuheiti á verkefninu og nú hefur Ferðalandið litið dagsins ljós
Lesa meira →
Ókeypis bók með ýmsum ráðum frá Tourism Marketing Agency
Lesa meira →
Verið er að skipuleggja námskeið í markaðssetningu á netinu með Chris Torres frá Tourism Marketing Agency
Lesa meira →
Með útgáfu stafrænna gjafabréfa vilja stjórnvöld hvetja til ferðalaga innanlands og veita íslenskri ferðaþjónustu beinan stuðning.
Lesa meira →
Ókeypis bók með góðum ráðum um marketing frá Tourism Marketing Agency
Lesa meira →
Vefur með ýmsum ráðum og því sem verið er að gera fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu
Lesa meira →