Spurt og Svarað

Helstu spurningar og svör við þeim

Á hvaða vef mun þjónustan vera í boði

Sett verður upp nýtt vefsvæði eingöngu fyrir þessa þjónustu sem mun bera nafnið ferdalandid.is.

Hver er aðkoma stjórnavalda að verkefninu

Eins og er þá er þetta framtak ekki á vegum hins opinbera. Leitað hefur verið eftir stuðningi við verkefnið.

Verður markaðstorgið rekið í hagnaðarskyni?

Nei, ekkert gjald er tekið fyrir að vera inni á vefnum né tekið gjald fyrir sölu. Allar sölur fara beint til birgja og standa þeir sjálfur undir þeim kostnaði óbreytt sem og ef bókun yrði gerð beint við þá.

Hvernig fara sölur fram?

Hægt verður að bóka ferðir og afþreyingu beint á vefnum, fyrirtæki sem taka þátt setja upp sérstaka bókunarrás fyrir vefinn og nýtir vefurinn sérstaka sölukubba fyrir þær rásir.

Hvernig er efni stjórnað?

Hvert fyrirtæki ber ábyrgð á eigin efni og innihaldi. Efni kemur beint úr Bókun og verður birt óbreytt á markaðstorginu.

Hvað ef fyrirtæki er ekki í Bókun?

Til að geta verið með vörur til sölu þá þarf birgðakerfi og mælt er með Bókun enda öflugt og öruggt kerfi. Það er enginn kostnaður sem fylgir notkun á Bókun (fyrir utan söluþóknun) og geta allir skráð sig.