Markaðstorg

Séríslenskt markaðstorg fyrir ferðaþjónustu á Íslandi

Hvetjum til ferðalaga innanlands

Við hvetjum öll fyrirtæki á Íslandi sem eru í ferðaþjónustu að taka þátt í þessu verkefni.

Hvernig mun markaðstorgið virka?

Nýtt verður núverandi tækni sem er þegar í notkun hjá flestum fyrirtækjum í ferðaþjónustu í dag. Með þessu má lágmarka vinnu og kostnað við uppsetningu. Sett verður upp sérstök leitarvél þar sem hægt er að leita að þjónustu eftir flokkum og landsvæðum.

Ferðir og afþreying

Flest fyrirtæki í ferðum og afþreyingu nota bókunarkerfið frá Bókun. Gera þarf endursölusamning í Bókun sem ber þá lægri söluþóknun og lægri verð.

Gisting

Skoðað verður samstarf við helstu fyrirtæki sem bjóða bókunarvélar fyrir gististaði.

Veitingastaðir

Ekki er ráðgert að setja upp sérstakt pöntunarkerfi fyrir veitingastaði. Leitast verður þó við að setja upp sérstakt kynnningarsvæði/leitarvél.

Söfn og sýningar

Ekki er ráðgert að setja upp sérstakt pöntunarkerfi fyrir söfn og sýningar. Leitast verður þó við að setja upp sérstakt kynnningarsvæði/leitarvél.

Hverjir taka þátt?

Fjöldi fyrirtækja hefur lýst yfir samstöðu og áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni.

Elding
Gray Line
Reykjavik Sightseeing
Sólhestar
Whale Safari
Mr Puffin
Airport Direct
Happy Tours
Akureyri Whale Watching
Dynjandi
Skálafell Guesthouse
Local Guide Vatnajökull
Ice Cave Iceland
Black Beach Tours
Selasetur Íslands