Stjórnvöld kynna gjafabréf ferðaþjónustu

Með útgáfu stafrænna gjafabréfa vilja stjórnvöld hvetja til ferðalaga innanlands og veita íslenskri ferðaþjónustu beinan stuðning.

Allir íbúar á Íslandi 18 ára og eldri fá stafrænt gjafabréf frá stjórnvöldum. Þannig vilja stjórnvöld hvetja til ferðalaga innanlands og veita íslenskri ferðaþjónustu beinan stuðning.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar. Efnahagslegar aðgerðir sem nema 230 milljörðum króna voru kynntar á blaðamannafundi í Hörpu í dag. Áætlað er að kostnaður ríkisins við stafrænu gjafabréfin muni nema 1,5 milljörðum króna en nánari útfærsla er í vinnslu í samvinnu við heildarsamtök ferðaþjónustufyrirtækja.