Stöndum saman og styðjum ferðaþjónustuna

Hvetjum Íslendinga til að ferðast innanlands og upplifa allt það góða sem landið hefur að bjóða á Ferðalandinu - ferdalandid.is.

Það eru erfiðir tímar framundan - stöndum saman

Framundan eru líklega erfiðustu tímar sem ferðaþjónustan á Íslandi hefur upplifað. Við bindum þó vonir um það að samkomubanni og mögulegu útgöngubanni verði aflétt á næstu mánuðum. Það er nokkuð ljóst að ferðalög erlendis verði í algeru lágmarki o.þ.l. algert hrun í komu ferðamanna til landsins. Erum við því líklega að horfa á eitt stærsta ferðasumar meðal Íslendinga innanlands.

Látum hjólin snúast

Mikilvægast í framhaldinu eru að halda hjólum atvinnulífsins gangandi og er gjafakortið sem kynnt var af ríkisstjórn er gott skref í rétta átt til að hvetja landsmenn til að nýta sumarið og ferðast innanlands, nýta sér þá fínu gististaði sem eru í boði sem og þá fjölbreyttu afþreyingu sem okkar fallega land hefur upp á að bjóða.

Ísland er frábært heim að sækja

Okkar tilfinning er sú að fáir á Íslandi átti sig á þeirri fjölbreyttu þjónustu sem er í boði og eflaust margir sem hefðu gaman af því að fara í hvalaskoðun, snjósleðaferð, íshellaskoðun og jöklagöngur, hestaferðir o.s.frv. Við viljum hvetja Íslendinga og aðra sem búa á landinu að upplifa landið í allri sinni dýrð.

Sýnum hvað Ísland hefur að bjóða

Við höfum lagt af stað í verkefni sem miðar að því að safna saman öllum ferðaþjónustuaðilum í miðlægt markaðstorg/bókunarsíðu þar sem eftirtalin markmið eru höfð að leiðarljósi

Vefurinn er markaðssettur til þeirra sem búa á Íslandi*

Engin þóknunargjöld verða tekin fyrir sölur í gegnum vefinn**

Ferðaþjónustuaðilar bjóða lægsta mögulega verð***.

* Innihald verður aðallega á íslensku en mögulega einnig á öðrum tungumálum
** Færslugjöld og umsjónarþóknun fara beint í gegnum birgja
*** Hvert fyrirtæki stjórnar sínum verðum og þeim afslætti sem verður í boði

Það kostar ekkert að taka þátt og er opið öllum fyrirtækjum í ferðaþjónustu.

Hverjir eru að baki þessa verkefnis

Verkefnið er leitt af Getlocal ehf. en Getlocal er hugbúnaðarhús sem sérhæfir sig í þjónustu fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu.

Síðastliðin ár hefur Getlocal verið að þróa vefsölukerfi sem í dag eru nýtt af ferðaþjónustufyrirtækjum í yfir 15 löndum og tengist beint við birgðakerfi (eins og Bókun). Hugbúnaður er tilbúinn til notkunar og teljum við okkur vera í þeirri stöðu að geta sett upp svona vef á skömmum tíma með litlum tilkostnaði.

Nánar um Getlocal

Hverjir taka þátt?

Fjöldi fyrirtækja hefur lýst yfir samstöðu og áhuga á því að taka þátt í þessu verkefni.

Elding
Gray Line
Reykjavik Sightseeing
Sólhestar
Whale Safari
Mr Puffin
Airport Direct
Happy Tours
Akureyri Whale Watching
Local Guide Vatnajökull
Ice Cave Iceland
Black Beach Tours
Sjá fleiri fyrirtæki

Fréttir og tilkynningar